Skýrsla stjórnar

Stjórn

Ragnheiður Vídalín Gísladóttir, formaður

Heiðveig Magnúsdóttir, gjaldkeri

Hulda Björk Finnsdóttir, ritari

María Jóhannsdóttir, meðstjórnandi

Ela Sobczynska, meðstjórnandi

Varamenn: Arnar Bragason og Haukur Skúlason.

Þjálfaramál

Yfirþjálfari taekwondodeildar er Arnar Bragason. Aðrir þjálfarar eru María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson og Steinunn Selma Jónsdóttir.

Aðstoðarþjálfarar – Aþena Rún Kolbeins, Aþena Rán Stefánsdóttir, Ásta Kristbjörnsdóttir, Justina Kiskeviciute,  Regína Bergmann Guðmundsdóttir,  Róbert Mikael Óskarsson, Vígsteinn Frosti Hauksson og Wiktor Sobczynski, .

Erum líka að þjálfa upp iðkendur með lægri belti til að verða aðstoðarþjálfarar. Þau sem hafa sinnt því eru Guðni, Sigurjón, Adríel, Hreiðar, Sigurður Máni, Patrik.

Afturelding bauð upp á skyndihjálparnámskeið í mars og apríl sem allir þjálfarar sóttu.

Skipulag

Hver æfingahópur var með þjálfara og einn aðstoðarþjálfara á hverri æfingu. Þess má einnig geta að þjálfarar deildarinnar eru líka að þjálfa hjá Taekwondodeild ÍR og er mikið samstarf milli deildanna.

Hópaskiptingar

Byrjendur 11 ára og yngri

Framhald 11 ára og yngri

Allir 12 ára og eldri

Keppnishópur sparring

Keppnishópur poomsae

Freestyle hærri belti

Á vor- og haust önn 2022 var boðið upp á Krílatíma fyrir 3-5 ára börn og TKD fitness tíma fyrir fullorðna.

Viðburðir

Norðurlandamótið sem átti að halda í Svíþjóð í janúar 2022 var frestað fram í júní.

Bikarmót 1 var haldið 26.febrúar og stóðu keppendur frá Aftureldingu sig mjög vel. Það fór bara fram keppni í poomsae en bardagahlutinn sem átti að fara fram 27.febrúar féll niður. Keppendur frá Aftureldingu fengu  gullverðlaun, silfurverðlaun og  bronsverðlaun. Ásthildur Emma frá Aftureldingu var valin kona mótsins í poomsae (formum). Þar sem bardagahlutinn féll niður þá var skellt í vinamót á sunnudeginum sem tókst mjög vel.

Deildin bauð upp á frítt sjálfsvarnarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 14-16 ára í febrúar.

9.febrúar var deildin í samstarfi við Borgarholtsskóla og bauð upp á sjálfsvarnarnámskeið á skóhlífadögum. Það var góð þátttaka og mikil ánægja með það.

Norðurlanda mót í taekwondo fór fram í Svíþjóð helgina 4-5 júní. Fjórir keppendur frá Aftureldingu tóku þátt. Þau Justina Kiskeviciute, Regína Bergmann Guðmundsdóttir, Wiktor Sobczynski og yfirþjálfari deildarinnar Arnar Bragason.

Wiktor, Justina og Arnar kepptu í bardaga og enduðu Arnar og Wiktor með silfur og Justina með brons.

Síðan kepptu Justina og Regína í Poomsae, en þær voru í 24 manna flokki og komust ekki í úrslit en stóðu sig mjög vel.

Helgina 27-28 ágúst fór María Guðrún Sveinbjörnsdóttir á námskeið í Bandvefslosun sem veitir kennararéttindi. Eftir námskeiðið bættum við tímum í stundartöfluna sem heita teygjur og bandvefslosun. Bandvefslosun er nauðsynleg fyrir íþróttafólk og hjálpar líkamanum að ná sér eftir æfingar. Við teljum að þetta muni nýtast okkar iðkendum mjög mikið.

Námskeið að bæta Hreyfifærni fór fram í salnum okkar í september. Þá fengum við Lilju Sigurbergsdóttur frá Primal Iceland til að vera með vinnustofu í hreyfifærni. Með því að æfa hreyfifærni þá minnkar stirðleiki og iðkendur ná að sparka hærra.

Helgina 15-16 október fór fram bikarmót 1.

Helgina 5-6 nóvember fór fram Íslandsmót bæði í sparring og poomsae.

  1. nóvember fór fram foreldrakynning. Þar voru kynnt helstu hugtök í taekwondo, fyrirkomulag á beltaprófum og mótum.
  2. nóvember fór fram vinamót sem sex félög heldu saman. Þar var keppt í poomsae, sparring og þrautabraut. Þetta var öðruvísi mót en venjulega og skemmtu allir sér vel.

Beltapróf fóru fram 28.maí og 11.desember. Þar eru iðkendur prófaðir í poomsae, sparring, þol, þrek og orðalista.

29.desember buðum við þjálfurum á námskeiðið Að teypa rétt. Kristín Gunnarsdóttir sá um kennsluna sem var bæði bókleg og verkleg.

Í lok árs var gengið frá kaupum á Rafbrynjur frá Daedo sem koma til landsins vonandi í febrúar. Þessi kaup munum koma sér vel fyrir iðkendur sem geta þá æft sig eins og í alvöru bardaga.

 

Landslið

Margir iðkendur frá Aftureldingu tóku þátt í landsliðsstarfi TKÍ, bæði í poomsae og sparring.

Taekwondo fólk ársins

Þau Justina Kiskeviciute og Wiktor Sobczynski voru valin taekwondo fólk ársins hjá Aftureldingu. Þá voru Aþena Rún Kolbeins og Wiktor Sobczynski valin taekwondo fólk ársins hjá  Mosfellsbæ. Þau stóðu sig vel á þeim fáu mótum sem voru á árinu og eru flottir fulltrúar taekwondo.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.