Félagsmenn Handboltadeildar

0
FÉLAGAR

0,4%
KONUR

0,6%
KARLAR
 
 

Skýrsla meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna hefur spilað í Grill 66 deildinni í vetur ásamt átta öðrum liðum, þar af þremur U liðum.  Það var einhver skrekkur í liðinu í fyrstu tveimur leikjum vetrarins sem enduðu með jafntefli og tapi en síðan þá hefur liðið unnið alla sína 13 leiki og þegar aðeins einn leikur er eftir hafa þær þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og sæti í Olísdeildinni næsta vetur. 

Guðmundur Helgi Pálsson hefur staðið áfram í stafni sem aðalþjálfari og Einar Bragason verið honum til aðstoðar auk þess að sjá um markmannsþjálfun. Þá hefur Yrja Dögg Kristjánsdóttir séð um styrktarþjálfun og þeir Guðmundur Karl Úlfarsson sjúkranuddari og Unnar Arnarsson skipst á að aðstoða liðið í leikjum.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla meistaraflokks karla

Liðið hefur á löngum köflum spilað gríðarlega góðan handbolta, þó má segja að óþarflega mörg stig hafi farið í vaskinn í vetur. Litlar breytingar áttu sér stað á leikmannahópnum, þó einhverjar hafi verið. Liðið stendur í þessum töluðu öðrum í 4-8 sæti Olísdeildar, sem er afar jöfn og skemmtileg þennan veturinn. Fyrsti titill meistaraflokks karla síðan 2000 kom síðan í hús 18.mars  þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitil með sigri á Haukum 28-27. Stórkostlegur árangur og þá sérstaklega í ljósi þess að burðarrásir í liðinu eru heimamenn og margir enn ungir að árum

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Ný stjórn kom inn á haustdögum þar sem engin starfandi stjórn var til. Í stjórninni eru núna Ólafur Hilmarsson, Ingimundur Helgason, Valdís Konráðsdóttir, Einar Már Hjartarsson gjaldkeri og Gunnar Magnússon yfirþjálfari
Fyrsta verk stjórnar var að halda foreldrafund og kynna starf vetursins, góð mæting var á fundinn og allir sáttir við upplag vetursins.

Helstu verkefni núna er að manna þjálfarastöður fyrir næsta ár og er sú vinna í gangi og verða þjálfarar næst árs kynntir á vormánuðum. Við erum nokkuð ánægð með veturinn  og gott er að sjá að iðkendafjöldinn er á uppleið hjá okkur og aldrei hafa verið fleiri iðkendur.

SKOÐA SKÝRSLU