Skýrsla stjórnar - Körfuboltadeild

Á árinu 2022 var áframhaldandi uppbygging í körfuboltanum hjá Aftureldingu.  Aukning var í flestum flokkum  og gríðarlegar framfarir hjá þeim öllum.  Við erum með eitt til tvö lið skráð í Íslandsmót í öllum flokkum frá 9. flokki niður í minnibolta hjá drengjum.   Hjá stelpunum erum við með öflugan 8. flokk  sem hefur unnið sig upp um 3 styrkleikaflokka á síðasta ári.  Það er alveg ljóst að við eigum helling inni í kvennakörfunni í Mosfellsbæ og þurfum að finna leiðir til að efla það starf í framtíðinni.

Það er orðið alveg ljóst að aðstaðan er farinn að hamla fjölgun hjá okkur.  Við höfum verið með 3. og 4. bekk saman og 5. og 6. bekk en þar er iðkendafjöldi orðin slíkur að salurinn í Lágafellslaug er orðin of lítill ( 20-30) á hverri æfingu. Það er annað hvort að fá fleiri tíma, stærri sal eða setja fjöldatakmarkanir í flokkana. 

LESA MEIRA

Félagsmenn Körfuboltadeildar

0
FÉLAGAR
0,6%
KONUR
0,4%
KARLAR

Stjórn Körfuboltadeildar
2022-2023

LESA MEIRA

Ársreikningur Körfuboltadeildar