Badmintondeild

Árið hjá badmintondeildinni hefur verið viðburðarríkt hvað mótamál varðar og hafa bæði yngri og eldri iðkendur verið dugleg að mæta í þau mót sem hafa verið haldin á vegum annarra badmintonfélaga sem og badmintonsambands Íslands.

Framtíðarstefna deildarinnar hefur verið svipuð undanfarin ár en hún er að breiða út íþróttina, fjölga iðkendum og lágmarka brottfall í barna- og unglingastarfinu sérstaklega. Þá hefur það einnig verið ákveðið markmið að auka gæði í þjónustu deildarinnar, bæði hvað varðar þjálfunarstarfið en einnig hvað varðar aðstöðuna og æfingatíma. Félagslegi þátturinn hefur einnig verið mikið í umræðunni og hefur stjórnin rætt mikið um að vilja virkja iðkendur í að skipuleggja viðburði fyrir hópana til að hrista fólk saman. Hluti af félagslega þættinum ekki síður en þjálfunarstarfinu er að fara í æfingaferðir með krakkana. Þetta hefur verið gert áður en lítið síðustu misseri. Það er von stjórnarinnar að nú sé hægt að blása til sóknar í þessum efnum ásamt því að fara í fleiri keppnisferðir út á land og jafnvel út fyrir landsteinana.

LESA MEIRA

Félagsmenn Badmintondeildar

0
FÉLAGAR
0,4%
KONUR
0,6%
KARLAR

Stjórn Badmintondeildar
2022-2023

LESA MEIRA

Ársreikningur Badmintondeildar