Frjálsíþróttadeild

Barna og unglingastarfið hefur verið erfitt undanfarið og sífellt meira brottfall úr deildinni. Okkur tókst ekki að festa þjálfara í sumarstarf og féll því allt starf í frjálsíþróttadeildinni niður í sumar. Einnig var nokkuð liðið á haustið áður en þjálfari fékkst til starfa. Þessir erfiðleikar bitnuðu óneitanlega á skráningu í deildina í haust. En batnandi mönnum er best að lifa og vonum við nú að uppbyggingarferlið sé hafið.

Á vorönn 2022 setti frjálsíþróttadeildin af stað hlaupanámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þátttakan var fram úr björtustu vonum og urðu námskeiðin í allt fimm 8 vikna námskeið. Námskeiðin voru byggð upp með þremur hlaupum í viku og vikulegri styrktaræfingu. Einnig var boðið upp á fræðslu um næringu, meiðslahættu og margt annað. Þátttakendur í námskeiðunum urðu samtals 96 og voru sumir að stíga sín fyrstu skref í skipulögðum hlaupum, aðrir að rífa sig af stað aftur eftir hlé og enn aðrir að ná sér í aðhald og fróðleik til að bæta sig enn meira á hlaupunum.

Á haustmánuðum 2022 náðist svo samkomulag milli frjálsíþróttadeildarinnar og Mosóskokks um sameiningu undir merkjum beggja hópanna og hefur Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk verið starfrækt síðan með fjölda þátttakenda og góðum þjálfara.

LESA MEIRA

Félagsmenn Frjálsíþróttadeildar

0
FÉLAGAR
0,3%
KONUR
0,7%
KARLAR

Stjórn frjálsíþróttadeildar
2022-2023

LESA MEIRA

Ársreikningur Frjálsíþróttadeildar