Skýrsla stjórnar

Skýrsla stjórnar 2022

 

1.    Stjórn:

Alexandra María Stegemann (formaður),

Anna María Axelsdóttir  (gjaldkeri),

meðstjórnendur

  • Hólmfríður Björnsdóttir
  • Brynjar Jóhannesson
  • Jóhanna Bjarnarson
  • Hilmar Smári Jónsson.

 

Staða Sunddeildar er góð og er deildinn áfram að stækkað og fjölga í öllum hópum. Markmið stjórnar deildarinnar er að fjölga iðkendum enn frekar, halda stöðugum fjárhagi og viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Stjórnin lítur björtum augum til framtíðar og er staðráðin í að efla hag sundiðkenda á komandi tímum.

 

2.    Þjálfara:

Daníel Hannes Pálsson og Hilmar Smári Jónsson deila starfi yfirþjálfara sín á milli og koma þannig með mismunandi sérþekkingu í starf deildarinnar.

 

Daníel Hannes Pálsson

  • Yfirþjálfari
  • Þjálfari Gullhóps og Höfrunga
  • Þrekþjálfun
  • Skriðsundnámskeið fullorðna

 

Hilmar Smári Jónsson

  • Yfirþjálfari
  • Þjálfari Gullhóps og Silfurhóps

Hilmar tekur líka stóran þátt í að skipuleggja starf sunddeilds, viðburðir og uppákomu deildarinnar. Hann heldur utan um þjálfaramál og sér líka um skipulagning sundskólans.

 

Sigurósk Sigurgeirsdóttir

  • Þjáfari Bronshóps
  • Yfirumsjón sundskóla á vorönn

Kolbrún Jónsdóttir:

  • Yfirumsjón sundskóla á haustönn

 

Aðstoðaþjálfara sundskólans eru Lina Rut Halldórsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir.

 

 

 

 

3.    Sundhópa:

Sunddeildin skiptist upp í Höfrungahóp, Bronshóp, Silfurhóp, Gullhóp A & B og Demantahóp.

Til að jafna út iðkendafjölda á milli hópa er líka tekið mið af getustigi iðkenda til að stýra betur hvaða hóp þeir tilheyra.

Það sem áður var Selir eða æfingarhópur fyrir börnin í fyrsta bekk, breyttist í íþróttablöndu.

Samstarfið við IA hefur reynst vel og var haldinn áfram í ár. Með þvi gefst tækifæri að efla Gullhópinn enn meira og bjóða upp á meira félagskap á æfingum.

 

Hér eru hópanna

 

Höfrungar
Staðsetning Innilaug í Lágafellslaug
Aldur 1-2 bekkur
Æfingar 2 sinnum í viku 40 mín í senn
Þjálfari Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Á æfingum er lagt áhersla á að virða og þekkja reglur sundlaugarinnar, hlusta og koma vel fram við æfingarfélaga og þjálfara.
Farið er yfir grunnatriði í sundi, öndun, köfun, flot sem og fyrstu skref í skriðsundi, baksundi og bringusundi.
Áhersla er lögð á leik og skemmtun.
Dagskrá Fyrir utan æfinga fer hópurinn saman á innanfélagsmót, páskabingó og hópefli
Innifalið í æfingargjöldum eru æfingar og mótagjöld á mót
Bronshópur
Staðsetning Innilaug/útilaug í Lágafellslaug
Aldur 3-4 bekkur
Æfingar 3 sinnum í viku 45 mín í senn + 1 þrekæfing
Þjálfari Sigurósk Sigurgeirsdóttir
 
Markmið Á æfingum er lögð áhersla á að virða og þekkja reglur sundlaugarinnar, mæta á réttum tíma, hlusta og koma vel fram við æfingarfélaga og þjálfara. Farið er yfir grunntækni í skrið, bak og bringusundi sem og undirbúningur fyrir æfingar- og innanfélagsmót.

Mikil áhersla er lögð á hópefli og góðan liðsanda, hópurinn mun saman fara í páskabingó, hópefli og æfingabúðir yfir nótt að vori.

Silfurhópur
Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug
Aldur 5-6 bekkur
Æfingar 4 sinnum í viku 60 mín í senn + 1 þrekæfing
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson
 
Markmið Á æfingum er lögð áhersla á að virða og þekkja reglur sundlaugarinnar, mæta á réttum tíma, hlusta og koma vel fram við æfingarfélaga og þjálfara. Farið er yfir grunntækni í skrið, bak, bringusundi og grunnatriði í flugsundi.

Fyrir utan æfingar mun hópurinn fara saman á innanfélagsmót, æfingarmót, æfingarbúðir út á land, páskabingó og hópefli.

Gullhópur B
Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug/Akranes
Aldur 7 – 8 bekkur
Æfingar Æfingar eru 5 sinnum í viku 90 mín í senn + þrek aukalega
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson og Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Á æfingum er lögð áhersla á að góðan liðsanda og mæta á réttum tíma. Farið er dýpra í tækni í öllum sundaðferðum, einnig er sett áhersla á þol og styrktar þjálfun. Yfir tímabilið eru haldnir fyrirlestrar sem farið er yfir líðan íþróttafólks, heilbrigt matarræði og markmiðasettnigu.

Í þessum hóp eru reglulegar keppnir bæði á höfuðborgarsvæðinu og út á landi, æfingarbúðir og annað hvert ár er farið erlendis í æfingarbúðir.

 

Gullhópur A

Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug/Akranes/Ásvallalaug í Hafnafirði
Aldur 9 bekkur +
Æfingar Æfingar eru 6 sinnum í viku 120 mín í senn + þrek aukalega
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson og Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Á æfingum er lögð áhersla á að góðan liðsanda og mæta á réttum tíma. Farið er dýpra í tækni í öllum sundaðferðum, einnig er sett áhersla á þol og styrktar þjálfun. Yfir tímabilið eru haldnir fyrirlestrar sem farið er yfir líðan íþróttafólks, heilbrigt matarræði og markmiðasettnigu.

Í þessum hóp eru reglulegar keppnir bæði á höfuðborgarsvæðinu og út á landi, æfingarbúðir og annað hvert ár er farið erlendis í æfingarbúðir.

 
Demantahópur
Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug
Aldur 18 ára og eldri
Æfingar 2 sinnum í viku 60 mín í senn
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson og Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Þessi hópur er hugsaður fyrir sundmenn sem vilja minka við sig en ekki hætta að æfa sundi. Á æfingum er lögð áhersla á að góðan liðsanda og mæta á réttum tíma.
Farið er dýpra í tækni í öllum sundaðferðum, einnig er sett áhersla á þol og styrktar þjálfun. Fundur með þjálfara er tekin í byrjum hvers tímabils og í miðju tímabili, farið er yfir matarræði, líðan og markmiðasetningu.
 

 

4.    Íþróttablanda

Íþróttablanda er nýtt fyrirkomulag sem var boðinn upp í fyrsta skipti núna í haust. Hilmar var búin að vinna lengi í þessari hugmynd að bjóða upp blöndu af íþróttum fyrir börn í 1 og 2. Bekk. Þannig fá börnin tækifæri til að prófa fleiri íþróttir og hafa meira fjölbreytni í æfingum.

Núna í haust var í fyrsta skipti boðið upp á þannig námskeið í samstarf við blakdeild, frjálsa og sund. Börnin mæta í eina í þrótti í viku, tvær æfingar í senn og rúlla þannig 3ja vikna kerfið.

Það var góð skráning í íþróttablanda í haust og vonum við það verður áfram vel tekinn í þessi nýjung sem er svo sannalegar frábært viðbót í fjölbreytt íþróttastarf Mosfellsbæjar.

Kennara eru Kolbrún Jónsdóttir (sund), Atli Fannar, Gunnar Freyr Þórarinsson

5.    Sundskóli

Sundskóli Aftureldingar er búin að vera í miklu vexti og orðinn mjög vinsælt. Flest námskeið voru fullbókað og biðlista mynduðust. Námskeiðinn eru hugsa fyrir börn 4-5 ára og er boðinn upp á sérnámskeið fyrir börn sem eru óöruggi („Fjör í vatni“ (Hámark 10 krakkar) – 4 og 5 ára). Námskeiðið er hugsað fyrir krakka sem eru ekki öruggir í vatni eða eiga í erfiðleikum að fara í kaf. Færri eru í hópnum svo þjálfarar geti einbeitt sér meira að hverjum einstakling fyrir sig. Mikið er um hopp, leiki, og léttar æfingar til að auka öryggi og ánægju í vatni.

 

6.    Skriðsundnámskeið fullorðna

Eftir lánga pásu var í fyrsta skipti aftur boðinn upp á skríðsundnámskeið fyrir fullorðna. Boðið voru upp á 2 námskeið í haust sem voru bæði fullbókuð.

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja bæta sundfærni hjá sér og nýta sér sund sem heilsueflingu. Í námskeið er farinn yfir grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök.

 

7.    Fjáraflanir

Sunddeild tók þátt í nokkrum fjáraflanum eins of blaðautburð, ruslatínslu, 17Júni pylsusölu og Bingó.

 

8.    Sundmót 2021 – Hilmar

Sunddeildin fór á 18 mót á árinu. Teljum við upp þau stærstu hér.

RIG (lámarkamót), fór fram í Laugardalslaug í janúar. Áttum við 3 keppendur á mótinu og komust 2 sundmenn í úrslit. Virkilega flottur árangur.

ÍM 50 (lámarkamót) fór fram í Laugardalslaug í apríl. Áttum við 3 keppendur á mótinu og komust 2 í úrslit. Einnig áttum við 2 boðsundsveitir á mótinu.

Akranesleikarnir er stærsta mótið sem við förum á með yngri krakka deildarinnar. Mótið fer fram á Akranesi í júní og er gist í skólanum rétt hjá. Áttum við 35 keppendur á mótinu sem er mesti fjöldi sem við höfum farið með á mótið. Áttum við 3 sundmenn á verðlaunapalli. Virkilega góður árangur og skemmtileg ferð.

Sumarmót SSÍ fór fram í byrjun júní í Ásvallalaug. Áttum við 3 keppendur á mótinu og komst ein í úrslit.

AMÍ var svo haldið í lok júní en lágmörk þarf til að komast á mótið. Mótið er haldið í Reykjanesbæ og gistu krakkarnir í skóla. Áttum við 1 keppendur á mótinu sem gerði sér lítið fyrir og náði 6 verðlaunum í 6 greinum.

Sprengimót Óðins á Akureyri er fyrsta mót haustannar og er haldið í september. Gist var í skólanum og fórum við með 7 manna hóp. Þetta mót er eitt af þeim skemmtilegri mótum ársins.

ÍM 25 (lámarkamót) fór fram í Ásvallalaug í nóvember. Áttum við 5 keppendur á mótinu, komust 3 í úrslit og náðum við í 3 verðlaun. Einnig vorum við með 6 boðsundsveitir.

Jólamót Sunddeildar var svo haldið í desember þar sem yfir 40 keppendur tóku þátt. Virkilega góð mæting hjá krökkunum.

Bikar var haldin í desember, við sendum lið með stjörnunni og vorum undir merkjum UMSK. Bæði karla og kvennalið okkar lentu í öðru sæti í annarri deild og komust bæði upp í fyrstu deild. Glæsilegur árangur.

Sunddeildinn hefur staðið fyrir æfingarmótum fyrir yngri hópa félagsins, til að undirbúa þau fyrir stærri mót. Þessi mót fara fram í innilaug Lágafellslaugar og hefur gengið virkilega vel. Við héldum í heild sinni 2 mót á árinu.

 

9.     Viðburður 2022

Foreldrafundur: Sunddeildin hélt foreldrafund í september, enn betri mæting en í fyrra sem var metár. Boðið var upp á pylsur og drykki

Búningarmátun: I haust var aftir boðið upp á búningarmátun frá Jako og var lika boðið upp á að kaupa sundföt frá Arena.

Æfingarbúðir Brons: Fór fram í mars og var góð mæting í þær æfingarbúðir. Gist var í Vallarhúsinu, æft í Varmárlaug og farið í keilu í lokinn.

Æfingarbúðir Silfur: Árlegu æfingarbúðirnar sem farið er út á land með krakkana. Í ár fórum við með ÍA í Varmalandi. Æfingarbúðirnar gengu mjög vel og voru vel heppnaðar.

Æfingarbúðir Gull: Tvær æfingarbúðir innanlands eru farnar hjá elsta hópnum að ári hverju í mars og október. Farið var í Keflavík og Hafnarfjörð með ÍA í ár.

Æfingarbúðir erlendis: Annað hvert ár er farið í æfingarbúðir erlendis með elsta hópinn og í ár var farið til Spánar. ÍA og Afturelding fór saman sem hópur og gengu æfingarbúðirnar vel.

Hópefli yngri hópa. Höfrungar, Brons og Silfur fara í tvö hópefli á hverju ári. Eitt á vorönn og annað á haustönn. Farið var í Rush, Bíókvöld í Vallarhúsinu, spurningarkeppni í Vallarhúsinu og skauta. Vel heppnaðir viðburðir og góð mæting.

Vorbingó Sunddeildar var haldið í Helgafellsskóla í apríl og var góð mæting, margir flottir vinningar í boði.

Jólamót í lok móts bauð stjórninn upp á heit kako og smáköku á meðan börninn opnuðu pakkana í pakkaleiknum.

 

 

F.h. sunddeildar Aftureldingar
Alexandra María Stegemann