Árið byrjaði svo sannarlega vel, liðið varð faxaflóameistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 5-1 sigur gegn Þór/KA og 2-1 sigur gegn Stjörnunni í loka leikjum Faxaflóamótsins.
Þá tók við gott gengi í Lengjubikar þar sem liðið komst í úrslit lengjubikarsins ásamt Breiðablil, Val og Stjörnunni. Fór svo að liðið beið lægri hlut gegn Breiðablik og 3.-4. Sæti því niðurstaðan sem er jafnframt besti árangur í sögu félagsins í A-riðli lengjubikars.
Afturelding féll svo út í 16.liða úrslitum í Mjólkurbikarnum gegn Selfoss en um það leiti fór að týnast úr hópnum vegna meiðsla.
Alls tóku 35 leikmenn þátt á Íslandsmóti vegna þrálátra meiðsla hjá leikmönnum, lykilmenn misstu af öllu tímabilinu en mikið var um meiðsli þar sem takkar festust í lélegu og þurru gervigrasi à æfingum eða leikjum á undirbúningstímabilinu. Enginn stöðugleiki náðist í liðsvali vegna meiðsla og mikið rót á liðinu, á endanum voru það hlutskipti Aftureldingar að falla niður um deild.
Verður þá gerð atlaga að Bestu Deildinni aftur að ári.
Áfram Afturelding
Sigurbjartur Sigurjónsson
Formaður meistaraflokks kvenna