Skýrsla barna- og unglingaráðs

Starfsemi barna- og unglingaráðs heldur áfram að blómstra og dafna. Við erum ótrúlega stolt af árangri yngri flokkanna á bæði Íslandsmóti og stórmótum sumarsins.

Sumarið hófst með Liverpool skólanum á Tungubökkum sem var loksins hægt að halda aftur með pompi og prakt eftir hlé í faraldrinum. Fullbókað var í skólann sem tókst með eindæmum vel og voru bæði iðkendur og þjálfarar Liverpool stoltir eftir helgina. Við þökkum öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að Liverpoolskólanum kærlega fyrir þeirra framlag.

Sumarmótin hófust svo með TM-mótinu í Eyjum. Aldrei hafa jafn margar Aftureldingarstelpur farið á TM mótið en 38 stelpur í 4 liðum í 5. fl kvenna lögðu land undir fót og stóðu sig með prýði.  8. fl og 7.fl karla skelltu sér upp á skaga og tóku þátt í Norðurálsmótinu. Mikið líf og fjör var á mótinu og var fótboltagleðin í forgrunni. Yngra árið í 6.fl karla kom, sá og sigraði á Set-mótinu á Selfossi en og strákarnir á eldra ári fóru með 3 lið á Orkumótið í Vestmanneyjum í lok júní.  Strákarnir í 5.fl kk lögðu einnig land undir fót og skelltu sér á Akureyri með 8 lið. Strákarnir í Aftureldingu skiluðu sér heim með bikar í hús en það sem stendur upp úr er glæsilegur árangur liðanna heilt yfir. Stelpurnar okkar í 7., 6., og 5. flokki kvenna störtuðu Símamótinu með pylsupartý í Fellinu áður en farið var í skrúðgöngu á Kópavogsvelli. Í ár voru 12 kvennalið frá Aftureldingu á mótinu, stelpurnar áttu frábæra daga, nutu þess að spila fótbolta, hafa gaman og tókst 4 liðum að verða Símamótsmeistarar.  Frábær árangur var í 5. fl kvk & kk á Íslandsmeistaramótinu á þessu tímabili. Stelpurnar komust í undanúrslit þar sem þær mættu Breiðablik sem bar sigur úr bítum. Strákarnir unnu Þrótt í sínum undanúrslitaleik, sannfærandi og sætur sigur 3-0 og komust í úrslit. Þeir mættu svo Breiðablik á heimavelli og urðu Íslandsmeistarar 3-1 eftir frábæran samleik á heimavelli.

Sumarið endaði svo með Weetosmótinu á Tungubökkum. Aldrei hafa fleiri lið tekið þátt, bæði í 6. og 7. flokki. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá sífellt fleiri kvennalið mæta til leiks. Veðurblíðan var allsráðandi í takt við frábæra fótboltaleiki, gleði og gaman. Við viljum sérstaklega þakka þeim sjálfboðaliðum sem gerðu ráðinu kleift að halda utan um fjölmennasta Weetosmótið hingað til og þannig einnig stærsta fjáröflunarverkefni ráðsins.

Frábær árangur hjá yngri flokkum heilt yfir og framtíðin er svo sannarlega björt hjá Aftureldingu!

KSÍ verkefni

Nokkrir iðkendur fengu það skemmtilega tækifæri að taka þátt í landsliðsverkefnum og er það mikill heiður.

Hæfileikamót
Anna Bryndís Ágústsdóttir Ísak Þráinson
Berglind Bergsdóttir Arnar Logi Ásbjörnsson
Birta Líf Bergsdóttir Óðinn Már Guðmundsson
Fjóla Rut Zoega Sölvi Rafn Gíslason
Hilmar Steinn Gunnarsson

Nóel Vilbergsson

Adam Örn Guðjónsson

 

Landsliðsverkefni U16 Landsliðsverkefni U17
Hrafn Guðmundsson Hrafn Guðmundsson
Sindri Sigurjónsson Sindri Sigurjónsson
  Enes Þór Enesson

 

Landsliðsverkefni U18

Birna Kristín Björnsdóttir

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Mikil fjöldi iðkenda sótti knattspyrnuskólann eins og fyrri ár og er virkilega gaman að fylgjast með þeim dafna og taka framförum

Í knattspyrnuskólanum læra krakkarnir grunnatriðin í knattspyrnu og þeir sem eru lengra komnir fá verkefnið við hæfi. Undanfarin ár hefur verið sett upp akademía sem iðkendur í 4. og 5. flokki geta sótt þar er farið yfir ákveðin atriði sem eiga styrkja iðkendur á þeim aldri. Markmenn fá sitt pláss og þar eru markmannsþjálfara deildarinnar að störfum. Mikil ánægja er hjá iðkendum og hefur akademían verið vaxandi.

BUR þakka öllum foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf.

Bjarki Már Sverrisson

Yfirþjálfari yngri flokka