Karatedeild

Árið 2022 er búið að fara í að koma öllu í samt horf eftir Covid19, það hafði veruleg áfrif á starfsemi deildarinnar. Mót voru haldin en fara rólega af stað.  Beltagráðun var haldin með sama sniði og vanalega laus við takmarkanir vegna Covid. Á árinu bættu Elín Björg Arnarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson við sig kumite dómararéttindum Judge – B.   Karate deild Aftureldingar státar því af 5 Kata dómurum. Þeir eru : Anna Olsen, Þórður Jökull Henrysson, Elín Björg Arnarsdóttir, Gunnar Haraldsson og Hugi Tór Haraldsson.  Gunnar og Hugi tóku sín Kata réttindi einnig á árinu.  Í desember 2022 var Þórður Henrysson valin íþróttamaður karatedeildarinnar og tilnefndur til íþróttamanns Aftureldingar. Hann hefur hlotið þann titil tvö síðastliðin ár, en hneppti ekki titilinn í ár.  Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir þáttöku sína í Landsliðsverkefnum.  Þórður Jökull var valin Karate maður Íslands af Karatesambandinu árið 2022. Virðkilega ánægjulegt fyrir hann og deildina.  Við sendum ekki inn tilnefningar til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2022 þar sem Þórður er ekki búsettur í Mosfellsbæ þó að Afturelding hafa alla tíð verið hans félag. Í desember kom Sensei Steven til landsins til að hafa æfingabúðir og beltagráðun. Einnig var hann með æfingar fyrir þá sem stefna á eða eru að keppa. Það er alltaf gaman að halda þessar æfingabúðir, um 150 iðkendur mættu frá Aftureldingu og Fjölni. Við breyttum aðeins fyrirkomulaginu á æfingabúðunum það kom mjög vel út.

Sá ánægjulegi viðburður var í lok æfingabúðanna að Sensei Steven gráðaði Sensei Willem á þessum tímamótum hann er nú kominn með Yondan (4.Dan)

LESA MEIRA

Félagsmenn Karatedeildar

0
FÉLAGAR
0,3%
KONUR
0,7%
KARLAR

Stjórn Karatedeildar
2022-2023

LESA MEIRA

Ársreikningur
Karatedeildar