Starfsskýrsla hjóladeildar Aftureldingar 2022
Árið fór nokkuð vel fram þrátt fyrir innihjólatímar hafi raskast í upphafi árs vegna covid. Ingvar sá um þjálfun og þegar hann var ekki með æfinguna fóru félagsmenn í samhjól.
Hjóladeildin hélt tvö hjólamót, fyrra mótið var Bikarmót í XCO Reykjalundarmótið 7. maí sem við höldum fyrir HRÍ. N1 styrkti okkur í því móti og var fjöldi keppenda sem tók þátt í fallegu veðri og frábæru umhverfi. Seinna mótið var Fellahringurinn sem fór fram í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar þann 25. ágúst. Mikil stemming var á mótinu og voru þátttakendur þar 70 bæði í litla og stóra hringnum. Í ár var Markið aðal styrktaraðili mótsins og gaf fjallahjól í verðlaun og eins og áður sáu kokkarnir síkátu Raggi og Rúnar um súpuna eftir mótið.
Mótið gekk í alla staði mjög vel.
Það urðu breytingar á stjórn á starfsárinu þegar Bragi Þorsteinsson lét af störfum sem meðstjórnandi og kom Gissur Örlygsson inn í hans stað.
F.h. stjórnar hjóladeildar Aftureldingar,
Ólafur Örn Bragason, formaður.
Skýrsla mótanefndar
2022
Nefndina skipa
Formaður Arnar Sigurbjörnsson
Varaformaður Guðmundur Jón Tómasson
Haldin voru tvö mót á vegum Hjóladeild Aftureldingar
7.Maí
Reykjalundarmótið sem var bikarmót í XCO.
Alls voru 53 þátttakendur í 14 flokkum og var Master 35 + KK fjölmennastur eða 17 manns í blíðskaparverðri.
Sigurvegarar voru þau Ingvar Ómarsson í A-flokki karla og Kristín Edda Sveinsdóttir í A-flokki kvenna.
25.Ágúst
Fellahringurinn haldinn í fínu veðri og var Markið okkar helsti styrktaraðili enn þeir gáfu fjallahjól í útdráttarverðlaun.
Alls voru 70 þátttakendur í mótinu, þar af 19 manns í Litla hringnum sem er 15 km.
Sigurvegari í karlaflokki var Ómar Ingþórsson og Jóhanna Elva Ragnarsdóttir sigraði í kvenna flokki.
Í stóra hringnum sem er 30 km voru 44 þátttakendur.
Ingvar Ómarsson sigraði í karlaflokki og Ágústa Edda Björnsdóttir í kvennaflokki.
Í rafhjólaflokki sem er 30 km voru 7 þátttakendur, enn þann flokk sigraði Vilhjálmur Kjartansson.
Mótanefnd þakkar öllum sem hjálpuðu til við þessi mót og þakkar fyrir sig.