Ný stjórn kom inn á haustdögum þar sem engin starfandi stjórn var til. Í stjórninni eru núna Ólafur Hilmarsson, Ingimundur Helgason, Valdís Konráðsdóttir, Einar Már Hjartarsson gjaldkeri og Gunnar Magnússon yfirþjálfari
Fyrsta verk stjórnar var að halda foreldrafund og kynna starf vetursins, góð mæting var á fundinn og allir sáttir við upplag vetursins.
Boltageymslan ver tekin í gegn í nóvember og endurskipulögð. Máluð, settar nýjar hillur og fleira.
Búið að er móta betur starf BUR og foreldrahandbók á lokastígi sem sett verður á heimasíðu Aftureldinar innan bráðar. Búið er að samþykkja reglu varðandi Partille mót í Stokkhólmi sem farið hefur verið á í gegnum tíðina. Nú er búið að ákveða að farið verður annaðhvert ár með tvo árganga. Þannig hafa þeir árgangar sem fara tvö ár til að safna fyrir ferðinni. Búið er að stofna fjáröflunarráð fyrir ferðina 2024 og söfnun hafin.
BUR heldur fjögur mót á árinu og nú þegar er þremur mótum lokið og eitt eftir í apríl. Mótin hafa gengið mjög vel og þakkar stjórnin öllum sem komið hafa að mótunum fyrir hjálpina.
BUR hélt fyrirlestur fyrir börn og foreldra í Krikaskóla 10. janúar eða degi áður en HM í handbolta byrjaði. Logi Geirsson sá umfyrirlesturinn sem fjallaði um markmiðasetningu, hugarfar, mataræði, jákvæð samskipti og sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er á það að hafa 1 til 2 fyrirlestra á ári sem fjalla um ýmis málefni tengd iþróttum og geta hjálpað okkur sem heild að ná betri árangri.
Í tilefni HM í hanbolta var BUR einnig með nýliðaátak og bauð öllum sem vildu prufa frítt í janúar.
Við héldum áfram með 9.fl. sem er fyrir krakka á elsta ári í leiksskóla. Það er ljóst að þetta er komið til að vera enda höfum við verið með fullt hús af krökkum á öllum æfingum sem eru á mánudögum undir stjórn Arnars Bjarkasonar
Við minnum foreldar og iðkendur að við fjárfestum í Spiideo myndavélakerfi á síðasta ári. Núna eru allir heimaleikir teknir upp og hafa leikmenn og þjálfarar aðgang að þessum leikjum. Einnig getum við boðið foreldrum upp á beint streymi frá okkar heimaleikjum.
Helstu verkefni núna er að manna þjálfarastöður fyrir næsta ár og er sú vinna í gangi og verða þjálfarar næst árs kynntir á vormánuðum.
Við erum nokkuð ánægð með veturinn og gott er að sjá að iðkendafjöldinn er á uppleið hjá okkur og aldrei hafa verið fleiri iðkendur.