Stjórn
Stjórn deildarinnar árið 2022:
Formaður – Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
Gjaldkeri – Ingibjörg Marta Bjarnadóttir
Ritari – Magnea Rós Axelsdóttir
Aðrir stjórnameðlimir – Rut Sigurðardóttir, Málfríður Eva Jorgensen, Guðrún Helgadóttir.
Mannauðsmál
Vorönn 2022 voru fjögur stöðugildi með fastráðnum starfsmönnum. Starfsmenn sem sinntu fullu starfi, Bjarni Gíslason sem deildarstjóri, Anna Valdís Einarsdóttir sem yfirþjálfari keppnishópa, Szabó-Joó Gabriella sem yfirþjálfari almennrar deildar og Ylfa Sól Guðmundsdóttir sem þjálfari. Á haustönn urðu breytingar á fastráðnu starfsfólki og Ylfa Sól fór í hlutastarf en Árndís Birgitta Georgsdóttir kom inn í 80% starf. Einnig voru gerðar breytingar á yfirbyggingu deildarinnar til þess að ná betur yfir alla hópa og starfsemina en deildina skipaði 4 yfirþjálfarastöður sem eru þá:
Yfirþjálfari kvennadeildar – Anna Valdís Einarsdóttir.
Yfirþjálfari karladeildar – Árndís Birgitta Georgsdóttir.
Yfirþjálfari almennu deildar – Gabríella.
Yfirþjálfari leikskólahópa – Elsa María Gunnarsdóttir.
Heildarfjöldi starfsmanna 45 á launaskrá, deildarstjóri, 2 yfirþjálfarar sem vinna með hópa, 9 þjálfarar, 16 aðstoðaþjálfarar, 17 yngri þjálfarar í þjálfun og 1 starfsmaður í stuðning og í klefamálum á 1. og 2. Bekk.
Haustönn: Samtals 46 á launaskrá, deildarstjóri, 4 yfirþjálfarar sem vinna með hópa, 8 þjálfarar, 24 aðstoðaþjálfarar og 9 yngri þjálfarar í þjálfun.
Húsnæði og áhöld
Á árinu 2022 keypti deildin.
- Keilur, jafnvægiskubbar og smádót fyrir leikskólahópa
Iðkendur
Fjöldi iðkenda á vorönn 2022 var 431 iðkendur, sem er aukning frá fyrra ári.
Fjöldi iðkenda á haustönn 2022 var 462 iðkendur.
Búningar
Deildin er að lána út búninga án gjalds fyrir elstu iðkendurna.
Þeir yngri kaupa keppnisbúninga í gegnum H-Verslun.
Haustönn: Fimleikadeildin keypti deildin ný þjálfaraföt á alla þjálfara.
Sýningar
Vorönn: Eftir að Covid féll niður þá fór mótahald á fullt og álagið mikið svo það voru ekki haldnar neinar sýningar í staðin voru sett upp innanfélagsmót þar sem foreldrar komu að horfa.
Haustönn: Engar sýningar settar upp þar sem erfitt er að fá sal til þess að halda sýningar. Deildin stóð fyrir öðruvísi æfingum, litlum viðburðum inn í fimleikasal og innanfélagsmótum.
Sumarnámskeið og sumaræfingar
Fimleikadeildin bauð upp á sumarnámskeið í 7 vikur, þ.e. 13. júní – 8. júlí og svo aftur 2. – 19. ágúst. Boðið var upp á að skrá eina viku í senn, bæði hægt að velja heila daga og hálfa daga. Heildarfjöldi skráninga þessar 7 vikur voru 216 skráningar og fjölmennasta skráningin náði 42 iðkendum vikuna 4-8 júlí. Það voru tveir starfsmenn á fullum launum sem sáu um námskeiðið og með þeim réð fimleikadeildin inn 2 yngri þjálfarar. Fimleikadeildin fékk styrk frá Mosfellsbæ sem fólst í því að fá starfsfólk í gegnum bæjarvinnunnar.
Fimleikadeildin bauð einnig upp á sumaræfingar fyrir keppnishópa tímabilið 30. maí – 1. júlí og svo aftur 2. – 9. ágúst. Það var góð skráning á fyrra tímabilið en það var einnig tengt æfingarbúðum í Keflavík en á seinna tímabilinu var þátttakan dræm.
Mótahald
Fimleikasamband Íslands úthlutaði engum mótum til Fimleikadeildar Aftureldingar árið2022. Fimleikadeildin hélt innanfélagsmót og stöðumat fyrir elsta , 1. og 2. bekk. Deildin stóð einnig fyrir stöðumati og hélt æfingarmót fyrir keppnishópa sem þátt í undirbúningi fyrir keppnismót. Allir þessir viðburðir voru settir upp iðkendum og foreldrum að kostaðarlausu.
Árangur
Á vorönn 2022 hófst móthalad Fimleikasambands Íslands að nýju.. Fimleikadeild Aftureldingar sendi 11 lið á Bikarmót sem stóðu saman af 100 iðkendum sem er metfjöldi deildarinnar fyrir eitt mót. Fimleikadeildin tók einnig þátt á GK, mótinu sem er fyrir eldri iðkendur, og á Vormótinu, sem var síðasta mótið á tímabilinu.
Úrslit á GK móti
Mótið var haldið á Akranesi og liðin sem fóru fyrir hönd Aftureldingar voru elstu hóparnir 2. flokkur og KKY. Strákarnir í KKE sigruðu mótið og 2. flokkur endaði í 8.sæti.
Úrslit á Bikarmóti
Bikarmótið skiptist í þrjú mót sem er Bikarmót fullorðinna, Bikarmót unglinga og Bikarmót í stökkfimi. Enginn hópur er kominn með aldur til þess að keppa á Bikarmóti fullorðinna svo lið Aftureldingarskiptust í Bikarmót unglinga og Bikarmót í stökkfimi. Öll þrjú drengjaliðin unnu til Bikarmeistartitla í sínum flokkum, þ.e. í KKE, KKY og KKY stökkfimi. 5. Flokkuri sem var með 3 lið lenti í 2. sæti, 15. sæti á Bikarmóti unglinga og 2. sæti í stökkfimi. 4. flokkur, sem skiptist í 4 lið lenti í 4. sæti, 13. sæti, 2. sæti í stökkfimi og 5. sæti í stökkfimi. 3. flokkur skiptist í 2 lið sem lentu í 9. sæti og 5. sæti í stökkfimi. 2. flokkurendaði í 8. sæti.
Úrslit á Vormóti
Síðasta móti fyrir yngri flokkana var haldið á Selfossi og þar kepptu 5., 4. og KKY flokkar. Mótið kom virkilega vel út liðin frá Aftureldingu stóðu sig vel. KKY flokknum var skipt í 3 lið sem kepptu í hópfimleikum og stökkfimi. Allir hóparnir enduðu í 1. sæti. 4. flokkur var einnig 3 lið sem lentu í 5. sæti í A deild, 3. sæti í B deild og 7. sæti í stökkfimi. 5. flokkurskiptist einnig 3 lið og lenti í 3. sæti í stökkfimi, 2. sæti í B deild og 1. sæti í A deild.
Úrslit á Íslandsmóti
Á þessu síðasta móti tímabilsins kepptu 2., 3. og KKE flokkur . Strákarnir í KKE flokki unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu fimleikadeildarinnar og kláruðu þá tímabilið með Bikarmeistaratitil, Íslandsmeistaratitil og Deildameistartitil þar sem þeir sigruðu öll mót vetrarins. Stelpurnar í öðrum flokki fóru á mótið til þess að láta reyna á nýja hluti og enduðu í 8. sæti. 3. flokki stúlkur var skipt í 2 lið sem kepptu í hópfimleikum og stökkfimi og lentu í í 9. sæti í hópfimleikum og 1. sæti í stökkfimi.
Úrslit á Haustmóti
Haustmót yngri flokka var haldið á Selfossi og Haustmót eldri flokka var haldið á Egilsstöðum. Fimleikasambandið notar Haustmótin til þess að flokkaskipta liðum fyrir keppnistímabilið á vorönn.
Á Selfossi var keppt í 4. flokki, KKE, KKY og stökkfimi yngri flokka. Fimleikadeild Aftureldingar var með sjö lið á mótinu sem skiptust í þrjú karlalið og fjögur kvennalið. Helsti árangur liðana var 2. sæti í 4. flokki og tvö lið inn í A deild, 1. sæti í KKE flokk og KKY flokk og svo endaði stökkfimi liðið í 11. sæti.
Þrjú lið í kvennaflokki fóru á Haustmót á Egilsstöðum og lenti 2. flokkur í 4. sæti, 3. flokkur í 6. sæti og stökkfimi eldri flokkurí 5. sæti.
Landslið á Evróðumóti 2022
Þessi liður er nýr hjá deildinni en þetta er í fyrsta skiptið sem Fimleikadeild Aftureldingar kemur iðkendum inn í landslið sem enda á alþjóðlegu móti.
Ísland fór með fimm lið á Evrópumót 2022 þar sem fjórir drengir frá Aftureldingu náðu inn í lið og inn á keppnisgólfið en þarna voru um 2000 áhorfendur.
Drengirnir frá Aftureldingu sem kepptu með landsliðinu voru Axel Björgvinsson, Ármann Sigurhólm Larsen, Guðjón Magnússon og Sverrir Björgvinsson en þeir eru allir í elsta drengjaliðinu KKE.
Æfingabúðir og aðrar ferðir
Keflavík
Dagana 24. – 27. júní var farið í æfingabúðir til Keflavíkur . Búðirnar voru í boði fyrir iðkendur í KKY flokki og 4. flokki. Í ferðina fóru 32 iðkendur, 4 þjálfarar og 2 fararstjórar. Fararstjórar komu yfir daginn en fóru svo heim að kvöldi. Þjálfarar sáu um iðkendur yfir nóttina.
Það var mikil ánægja með ferðina.
Eurogym
Dagana 9. – 15. júlí var farið á fimleikahátíðina Eurogym sem var haldin í Swiss. Þessi ferð var í boði fyrir 2. flokk, 3. flokk og KKE. Í ferðina fóru 3 þjálfarar og 3 fararstjórar fyrir 28 iðkendur. Það var full skráning hjá KKE og 2. flokki en einungis 40% skráning hjá 3. flokki.
Eurogym er fimleikahátíð sem er haldin á tveggja ára fresti í Evrópu. Mörg lönd og margir klúbbar koma saman til þess að taka þátt í hátíðinni en verkefni þátttakenda er að sýna atriði á sýningarstöðum víða um þá borg sem hátíðin er haldin.
Egilsstaðir
Dagana 19. og 20. nóvember fór fram Haustmótið á Egilsstöðum og stóð deildin fyrir flugi, gistingu og fæði fyrir alla keppendur. Vegna vandkvæða með flug var ekki full þátttaka frá öllum liðum en Afturelding komst með alla þá sem lagt var upp með að senda á mótið.
Uppskeruhátíð UMFA
Fimleikamaður ársins var Guðjón Magnússon og æfir með elsta drengjahópnum KKE.
Fimleikakona ársins var Lilia María Hafliðadóttir og æfir með 2. Flokk. Lilia er okkar elsti iðkandi.
Þjálfari ársins varð Anna Valdís Einarsdóttir. Anna er yfirþjálfari keppnishópa stúlkna, sér að mestu leiti um dansa deildarinnar og þjálfar töluvert af hópum hjá okkur.
Elsta drengjaliðið okkar KKE fékk Hópabikar UMFA. Drengirnir hafa náð flottum árangri saman og eru fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina.
Sérstök viðurkenning var veitt til drengjanna sem komust með landsliðinu á Evrópumótið 2022.
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir fékk bronsmerki UMFA fyrir störf sín sem formaður fimleikadeildarinnar.