Aðalfundur
Aðalfundur Aðalfundur badmintondeildar Aftureldingar var haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2022.
Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Þær mannabreytingar urðu á stjórninni að Þorvaldur Einarsson formaður og Svanfríður Oddgeirsdóttir meðstjórnandi, létu af störfum.
Stjórn
Ný stjórn var kosin á fundinum og skipti hún með sér verkum. Ný stjórn var sem hér segir: Arnar Freyr Bjarnason formaður, Ásta Jenný Sigurðardóttir gjaldkeri, Sunna Karen Ingvarsdóttir, Sveinbjörn Pétur Guðmundsson og Hildur Ævarsdóttir, meðstjórnendur. Seinna á tímabilinu lét Hildur af störfum og Halla Guðmundsdóttir tók við.
Þjálfarar
Þjálfarar deildarinnar voru Árni Magnússon (yfirþjálfari), Sara Jónsdóttir og Bjarni Sverrisson.
Æfingar og iðkendur
Badmintondeild Aftureldingar samanstóð af 5 hópum, U9, U11, U13 ,13+ og Fullorðinshóp.
U9, börn yngri en 9 ára voru 18 skráðir iðkendur á vorönn og 10 á haustönn.
U11, 9-10 ára voru 19 skráðir á vorönn og 5 á haustönn.
U13, 11-12 ára voru 20 skráðir á vorönn og 13 á haustönn.
+13, 13-19 ára voru 13 skráðir á vorönn og 10 á haustönn.
Fullorðinshópur, +19 ára voru 29 skráðir á vorönn og 27 á haustönn.
Alls voru því 99 skráðir iðkendur á vorönn og 65 á haustönn.
U9 hópurinn var með fastan tíma 1x í viku, U11 og U13 2x í viku og 13+ voru með 3 tíma í viku en þar af var einn kvöldtími þar sem æfingin endaði oft með spili með fullorðinshópnum. Þar að auki var boðið upp á spil með foreldrum á sunnudögum fyrir þá sem vildu spila meira. Fullorðinshópnum er skipt upp í almennan fullorðinshóp annars vegar, og keppnishóp hins vegar. Almenni hópurinn var með tíma 2x í viku með þjálfara og kúlum en keppnishópurinn hafði aðgang að sömu tímum auk þess að vera með auka æfingatíma 2x víku, samtals 4x í viku.
Starfsemin
Árið hjá badmintondeildinni hefur verið viðburðarríkt hvað mótamál varðar og hafa bæði yngri og eldri iðkendur verið dugleg að mæta í þau mót sem hafa verið haldin á vegum annarra badmintonfélaga sem og badmintonsambands Íslands.
Vorönn
Vorönnin hófst í fyrstu viku í janúar 2022. Skráðir voru í heildina 99 iðkendur í deildina, þar af 70 í barna- og unglingastarfið. Það er svipaður fjöldi og var á haustönn 2021. Á vorönn er Íslandsmót Unglinga hápunkturinn en það mót var haldið í húsakynnum Tennis[1]og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR). Badmintondeildin átti þar nokkra fulltrúa en að þessu sinni komst enginn þeirra á verðlaunapall en allir stóðu sig með stakri prýði.
Í fullorðinshópnum eru 2 hápunktar á vorönn en það er annars vegar Deildakeppni BSÍ og hins vegar Meistaramót Íslands. Afturelding skráði sig með 3 lið í Deildakeppni BSÍ sem haldin var í TBR húsunum þann 11-13 mars. Afturelding var með sameiginlegt lið með TBR í 1-deild sem endaði í 3. sæti. Afturelding skráði einnig til leiks lið í 2-deild með lið sem einungis var skipað Aftureldingarfólki og annað sem var sameiginlegt með TBR. Aftureldingarliðið endaði í 4 sæti.
Afturelding átti einnig fulltrúa í Meistaramóti Íslands sem fram fór þann 7-9 apríl í TBR húsunum. Þar var Margrét Dís Stefánsdóttir fulltrúi Aftureldingar á verðlaunapalli en vann til gullverðlauna í tvenndarleik í 1.deild. Meðspilari Margrétar var Elís Þór Dansson úr TBR.
Krakkarnir fóru saman í keilu í desember en svo lauk vorönn deildarinnar með hitting í fimleikahúsinu þar sem krakkarnir léku við hvern sinn fingur. Fullorðna fólki lokaði vorönninni með því að fara saman í keilu og skemmta sér saman.
Haustönn
Haustönn hófst í byrjun september en því miður varð fækkun í iðkendahóp deildarinnar. Það hefur verið markmið deildarinnar í gegnum árin að fjölga iðkendum og breiða út starfið og það virtist ekki vera að skila sér því á haustönn voru skráðir samtals 65 iðkendur, 38 í barna[1]og unglingastarfinu og 27 í fullorðinsstarfinu.
Unglingamót Aftureldingar er haldið árlega að hausti til og að þessu sinni var það haldið 12- 13 nóvember. Sigurjón Gunnar Guðmundsson vann þar til gullverðlauna í U13 B-flokk hnokka. Badmintondeild Aftureldingar hélt í annað sinn, Meistaramót UMFA helgina 24-25 september. Mótið hefur stöðu á mótaröð BSÍ sem gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Mótið var vel heppnað og var góð þátttaka á mótinu. Aftureldingarfólk stóð sig mjög vel en þar ber að nefna frábæran árangur hjá Sunnu Karen Ingvarsdóttur sem vann tvöfalt í 2.deild. Sunna var til gullverðlauna í einliða leik í 2. Deild ásamt því að vinna gullverðlaun í tvíliðaleik með Ingu Maríu Ottósdóttur.
Margrét Dís Stefánsdóttir vann silfurverðlaun í tvenndarleik í 1.deild. Meðspilari hennar var Elís Þór Dansson TBR.
Aðstaðan
Badmintondeildin hefur mest verið með æfingar í Íþróttahúsinu í Lágafelli. Deildin hefur einnig verið með æfingar í sal 1 og 2 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Krakkarnir hafa verið 2 í viku í Lágafelli en að auki var unglingahópurinn með tíma á miðvikudagskvöldum í sal 1 að Varmá. Á sunnudögum hafa verið fjölskyldutímar í Lágafelli en keppnishópur fullorðinna hafa verið með tíma strax á eftir til æfinga.
Fjármál
Badmintondeild Aftureldingar stendur vel hvað fjármálin varðar og hefur það verið svo undanfarin ár. Eiginfjárstaðan er góð og hafa tekjur deildarinnar staðið undir útgjöldum s.l. ár. Deildin hefur ekki verið að taka þátt í fjáröflunum en iðkendur hafa þó verið að taka þátt í fjáröflunum á vegum Aftureldingar. Tekjur deildarinnar samanstanda aðallega af æfingagjöldum, framlögum og styrkjum ásamt tekjum af mótahaldi. Stærsti útgjaldaliðurinn er laun og verktakagreiðslur, áhalda- og tækjakaup (aðallega fjaðraboltar) ásamt þátttöku í mótum.
Framtíðarstefna
Framtíðarstefna deildarinnar hefur verið svipuð undanfarin ár en hún er að breiða út íþróttina, fjölga iðkendum og lágmarka brottfall í barna- og unglingastarfinu sérstaklega. Þá hefur það einnig verið ákveðið markmið að auka gæði í þjónustu deildarinnar, bæði hvað varðar þjálfunarstarfið en einnig hvað varðar aðstöðuna og æfingatíma. Félagslegi þátturinn hefur einnig verið mikið í umræðunni og hefur stjórnin rætt mikið um að vilja virkja iðkendur í að skipuleggja viðburði fyrir hópana til að hrista fólk saman. Hluti af félagslega þættinum ekki síður en þjálfunarstarfinu er að fara í æfingaferðir með krakkana. Þetta hefur verið gert áður en lítið síðustu misseri. Það er von stjórnarinnar að nú sé hægt að blása til sóknar í þessum efnum ásamt því að fara í fleiri keppnisferðir út á land og jafnvel út fyrir landsteinana.
F.h. stjórnar
Ásta Jenný fráfarandi gjaldkeri badmintondeildar Aftureldingar og Þorvaldur Einarsson, aðstoðarmaður stjórna