Starfsárið hjá handknattleiksdeild Aftureldingar hefur verið farsælt og hefur umgjörðin í kringum starfið vaxið mikið á tímabilinu, þrátt fyrir að hafa litast mikið af þeirri vá sem steðjaði að heiminum öllum.
Stjórn deildarinnar skipa þau Hannes Sigurðsson formaður, Bjarki Sigurðsson varaformaður, auk þeirra sitja í stjórn deildarinnar þau Haukur Sörli Sigurvinsson fyrir hönd Meistaraflokksráð karla, Erla Dögg
Ragnarsdóttir fyrir hönd Meistaraflokkráðs kvenna og Bernharð Eðvarðsson fyrir hönd Barna- og unglingaráðs. Erfiðlega hefur gengið að fá til liðs við stjórnina meðstjórnendur og er það verkefni komandi vikna og mánaða að efla stjórn deildarinnar.
Í framhaldi eru bundnar vonir við að hægt verði að hefja stefnumótunarvinnu innan tíðar með nýjum yfirþjálfara Gunnari Magnússyni.
Unnið hefur verið áfram að því að styrkja stjórnir og starf meistaraflokkanna og styrkja rekstur ráðanna.
Gólf endurnýjað
Eitt stærsta mál tímabilsins var að fá nýtt gólfefni á sali 1 og 2, hefur nýtt gólf verið bylting í aðstöðu handknattleiksdeildar.
Næsta mál á dagskrá er að bæta aðstöðu meistaraflokka félagsins hvað varðar aðbúnað og búningsaðstöðu líkt og við sjáum fyrirmyndir að frá öðrum félögum.
Handknattleiksdeildin fór ekki varhluta af COVID-19 frekar en aðrir, við getum verið stolt af því hvernig deildin og þjálfarar hennar stóðu vaktina við erfiðar aðstæður.
Styrkja stoðir deildarinnar
Helstu verkefni á komandi tímabili verða að halda áfram að styrkja stoðir deildarinnar, efla starf ráðanna og fylgja eftir því öfluga starfi sem hefur verið unnið á yfirstandandi tímabili. Einnig að
halda áfram að efla samheldni þeirra sem mynda okkar sterka hóp, bæði í innra og ytra starfi.
Í innra starfinu hafa leikmenn eldri flokka styrkt starf yngri flokkanna með því að taka að sér dómgæslu í heimaleikjum og á HSÍ mótum á vegum BUR, auk þess að taka þátt í uppskeruhátíð yngri iðkennda á vorin. Þessir aðilar eru fyrirmyndir í okkar starf sem yngri iðkenndur líta upp til.
Einnig hafa foreldrar tekið að sér sjálfboðavinnu í kringum þá viðburði sem hafa farið fram á vegum deildarinnar og innan flokkanna. Án þessara aðila væri rekstur deildarinnar ekki mögulegur.
Sama á við um ytra starfið. Án stuðningsmanna okkar værum við ekki á þeim stað sem við erum í dag.
Sérstakar þakkir fær fráfarandi stjórn BUR sem hefur unnið frábært starf fyrir barna og unglingastarf deildarinnar.
Stjórn Handknattleiksdeildarinnar vill þakka öllum þjálfurum, iðkendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir sitt framlag á tímabilinu. Saman hefur þessi hópur myndað öfluga liðsheild sem
hefur átt stóran hluti af því öfluga og farsæla starfi sem unnið hefur verið á tímabilinu. Án ykkar væri þetta ekki hægt.
Áfram Afturelding!
Hannes Sigurðsson,
formaður Handknattleiksdeildar