Eftir erfitt tímabil 21/22 stendur liðið á allt öðrum fótum á núverandi tímabili. Liðið hefur á löngum köflum spilað gríðarlega góðan handbolta, þó má segja að óþarflega mörg stig hafi farið í vaskinn í vetur. Litlar breytingar áttu sér stað á leikmannahópnum, þó einhverjar hafi verið. Liðið stendur í þessum töluðu öðrum í 4-8 sæti Olísdeildar, sem er afar jöfn og skemmtileg þennan veturinn.
Fyrsti titill meistaraflokks karla síðan 2000 kom síðan í hús 18.mars þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitil með sigri á Haukum 28-27 ! Stórkostlegur árangur og þá sérstaklega í ljósi þess að burðarrásir í liðinu eru heimamenn og margir enn ungir að árum. Það þarf ekki að taka fram hversu stórt mál slíkur titill er fyrir liðið, félagið og bæjarfélagið allt. Sæti í evrópukeppni bikarhafa á næsta tímabili tryggt og er þáttaka í henni ómetanleg reynsla fyrir okkur sem lið og félag.
Nú liggur fyrir að klára tímabilið með stæl og sem sannir meistarar og fyrirmyndir fyrir yngri iðkenndur félagsins. Sama hvað restin af tímabilinu ber í skauti sér þá hefur liðið heldur betur toppað árangur fyrri tímabila og bjartir tímar framundan.
Áfram Afturelding