Félagsmenn Knattspyrnudeildar

0
FÉLAGAR
0,4%
KONUR
0,6%
KARLAR

Skýrsla meistaraflokks kvenna

Árið byrjaði svo sannarlega vel, liðið varð faxaflóameistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 5-1 sigur gegn Þór/KA og 2-1 sigur gegn Stjörnunni í loka leikjum Faxaflóamótsins.

Þá tók við gott gengi í Lengjubikar þar sem liðið komst í úrslit lengjubikarsins ásamt Breiðablil, Val og Stjörnunni. Fór svo að liðið beið lægri hlut gegn Breiðablik og 3.-4. Sæti því niðurstaðan sem er jafnframt besti árangur í sögu félagsins í A-riðli lengjubikars.

Alls tóku 35 leikmenn þátt á Íslandsmóti vegna þrálátra meiðsla hjá leikmönnum, lykilmenn misstu af öllu tímabilinu en mikið var um meiðsli þar sem takkar festust í lélegu og þurru gervigrasi à æfingum eða leikjum á undirbúningstímabilinu.

LESA MEIRA

Skýrsla meistaraflokksráðs karla

Undirbúningstímabilið var gott þetta árið og liðið vann sína deild í Fotbolti.net-mótinu. Farið var í æfingaferð til Campoamor á Spáni en þá hafði ekki verið farið í æfingaferð tvo tímabil vegna kórónuveirufaraldursins. Margir ungir leikmenn úr 2. og 3. flokki fengu tækifæri og stigu sín fyrstu skref með flokknum á árinu. Þjálfarar og forsvarsmenn flokksins leggja mikla áherslu á þetta eins og undanfarin ár enda mikilvæg reynsla sem ungir og efnilegir leikmenn fá undir beltið með þessu.

Sumarið fór hægt af stað og úrslitin stóðust ekki væntingar. Aðeins söfnuðust 3 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Um mitt sumar komst liðið á flug og var með bestu liðum deildarinnar. Liðið var á miklu flugi og vann sína leiki sannfærandi

LESA MEIRA

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Starfsemi barna- og unglingaráðs heldur áfram að blómstra og dafna. Við erum ótrúlega stolt af árangri yngri flokkanna á bæði Íslandsmóti og stórmótum sumarsins. Sumarmótin hófust svo með TM-mótinu í Eyjum. Aldrei hafa jafn margar Aftureldingarstelpur farið á TM mótið en 38 stelpur í 4 liðum í 5. fl kvenna lögðu land undir fót og stóðu sig með prýði.

8. fl og 7.fl karla skelltu sér upp á skaga og tóku þátt í Norðurálsmótinu. Mikið líf og fjör var á mótinu og var fótboltagleðin í forgrunni. Yngra árið í 6.fl karla kom, sá og sigraði á Set-mótinu á Selfossi en og strákarnir á eldra ári fóru með 3 lið á Orkumótið í Vestmanneyjum í lok júní.  Strákarnir í 5.fl kk lögðu einnig land undir fót og skelltu sér á Akureyri með 8 lið. Strákarnir í Aftureldingu skiluðu sér heim með bikar í hús en það sem stendur upp úr er glæsilegur árangur liðanna heilt yfir. Stelpurnar okkar í 7., 6., og 5. flokki kvenna störtuðu Símamótinu með pylsupartý í Fellinu áður en farið var í skrúðgöngu á Kópavogsvelli.

LESA MEIRA

Stjórn knattspyrnudeildar 2022-2023

LESA MEIRA

Þjálfarar

LESA MEIRA