Blakdeild

Árið 2022 var fyrsta heila árið sem hægt var að spila blak án takmarkana frá árinu 2019. Bikarkeppni BLI ; Kjörísbikarinn fór fram í mars 2022 og var spilað í Digranesi í glæsilegri umgjörð. Karlaliðið okkar datt út eftir tap gegn KA í 8 liða úrslitunum en unnu þá síðan sannfærandi viku síðar. Kvennaliðið okkar fór alla leið í úrslitaleikinn og töpuðu þær úrslitaleiknum gegn KA sem urðu því bikarmestarar 2022.
Í Íslandsmótinu 2021-2022 fóru bæði liðin okkar í undanúrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Karlaliðið endaði í 3.ja sæti í deildinni og kvennaliðið fór alla leið í úrslitakeppnina og háði úrslitaeinvígið við KA sem urðu þrefaldir meistarar 2022 eftir að hafa unnið okkar stúlkur í úrslitakeppninni og einnig unnið deildina.
Erfiðlega hefur gengið að fjölga iðkendum í blakinu undanfarin ár og því miður hefur heldur dregið úr fjöldanum heldur en hitt í ár. Við köllum eftir hugmyndum frá foreldrum hvað sé hægt að gera til að reyna að fá inn fleiri iðkendur í blakið. Við eigum mjög efnilega og flotta krakka sem þarf að halda utan um og köllum við eftir aðstoð foreldra þar.

LESA MEIRA

Félagsmenn Blakdeildar

0
FÉLAGAR
0,8%
KONUR
0,2%
KARLAR

Stjórn Blakdeildar
2022-2023

LESA MEIRA