Skýrsla formanns

Árið 2022 var nokkuð viðburðarríkt hjá okkur eins og gefur að skilja með 11 deildir og 18 rekstrareiningar. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir. Það urðu breytingar á starfsfólkinu okkar. Svava sem var bókari hjá okkur hætti í byrjun árs og samhliða var bókhaldinu úthýst til Sessor og Kristrún framkvæmdastjóri hætti á vormánuðun og Grétar Eggertsson tók við stöðu framkvæmdastjóra. Við þökkum Kristrúnu og Svövu báðum kærlega fyrir þeirra framlag. Starfsmannaveltan okkar hefur verið ansi hröð að mínu mati undanfarin ár og ég tel að það skýrist af því að álagið á starfsfólkið okkar er gríðarlega mikið. Það er alveg ljóst að í samanburði við önnur íþróttafélög erum við talsvert undirmönnuð og þurfum að einbeita okkur að því að fá til okkar fleiri stöðugildi ef við eigum ekki að keyra starfsfólkið okkar ítrekað í kaf. Kröfur til íþróttafélaga eru alltaf að verða meiri og meiri og samhliða því er erfiðara að fá fólk til að gefa tímann sinn í sjálfboðaliðastörf. Við þurfum að leggjast öll á eitt í Aftureldingu og Mosfellsbæ að finna leiðir til að leiðrétta þessa þróun.

Iðkendum í Aftureldingu hefur fjölgað jafnt og þétt og síðasta ár var þar engin undantekning. Iðkendum fjölgaði um 127 og voru 2.162 í árslok sem er 6,2% fjölgun. Þar af voru 1.777 börn og ungmenni og fjölgaði þeim um 7,2% milli ára. Alls voru 1.533 einstaklingar að baki þeim skráningum og voru þannig 236 börn og ungmenni sem æfðu meira en eina íþrótt sem er 14% fjölgun á milli ára.

LESA MEIRA

Félagsmenn Aftureldingar

0
FÉLAGAR
0,2%
KONUR
0,8%
KARLAR
wdt_ID Deild Fjöldinn Fjöldi Hlutfall KK KVK KK hlutfall KVK hlutfall
1 Knattspyrnudeild 676 676 38,8 423 253 62,6 37,4
2 Fimleikadeild 512 512 29,4 142 370 27,7 72,3
3 Handknattleiksdeild 291 291 16,7 191 100 65,6 34,4
4 Blakdeild 145 145 8,3 51 94 35,2 64,8
5 Taekwondodeild 78 78 4,5 53 25 67,9 32,1
6 Körfuknattleiksdeild 164 164 9,4 140 24 85,4 14,6
7 Karatedeild 47 47 2,7 29 18 61,7 38,3
8 Frjálsíþróttadeild 61 61 3,5 23 38 37,7 62,3
9 Badmintondeild 68 68 3,9 48 20 70,6 29,4
10 Sunddeild 73 73 4,2 29 44 39,7 60,3

Skýrsla skrifstofu Aftureldingar

Sú staðreynd að ekki varð meira brottfall má að okkar mati þakka þeim frábæra hóp sem við höfum af þjálfurum og sjálfboðaliðum. Þjálfararnir okkar komu okkur á daglega á óvart með þeirra útsjónarsemi. Flestir iðkendur gátu nálgast æfingar hjá þjálfurnum sem fóru langt út fyrir kassann til þess að halda iðkendum við efnið. Oftar en ekki skelltum við uppúr vegna frábærra hugmynda á framsetningu æfinga. Það fór ómældur tími þjálfara í að halda iðkendum við efnið, sem skilaði sér heldur betur.

Sjálboðaliðarnir stigu líka upp – þeir hvöttu leikmenn, þjálfara og hvert annað fyrir utan hefðbundin sjálfaboðaliðastörf.  Eitt erfiðasta verkefni ársins, jafnframt það skemmtilegasta er val á íþróttamanni ársins. Á þeim viðburði er einn sjálfboðaliði einnig valinn, Vinnuþjarkur. Þetta ár var þetta flókið og erfitt var. Rúmlega 110 sjálfboðaliðar félagsins hefðu allir geta fengið þessi verðlaun. Við erum ákaflega heppin með allt þetta frábæra fólk. Án þeirra væri starfið ansi máttlaust.

LESA MEIRA


Ársreikningur aðalstjórnar